ÁS er fjölskyldurekin gisting fyrir einstaklinga, fjölskyldur og minni hópa. Boðið er upp á uppbúin rúm fyrir 10 manns og í sértilfellum bætt við aukadýnum fyrir börn. Handklæði fylgja öllum rúmum. Aðgangur að þráðlausu neti fylgir gistingu.
Um er að ræða fjögur rúmgóð svefnherbergi með fallegu útsýni yfir Eyjafjörð. Eitt svefnherbergi er með sér baði og einnig þann möguleika a opna millihurð í næsta herbergi og tengja þannig saman tvö herbergi. Hin herbergin deila einu baðherbergi á gangi. Stór sameigilneg dagstofa er fyrir gesti þar sem einnig er borinn fram morgunverður.Útsýni úr stofu er einnig fallegt og myndar þægilegan ramma fyrir samveru og hvíld þegar dvalið er í stofunni.
Húsið stendur við Eyrarlandsveg 33 og er staðsetning einstök beint á móti Lystigarðinum og Menntaskólanum. Í nánasta umhverfi er Sundlaug Akureyrar, Akureyrarirkja, Listagilið og mjög stutt í miðbæinn, leikhúsið og safnahverfið í gamla innbænum.